Rafvirki, pípari og múrari ganga inn á bar …

11.04.2024

Ekkert grín að finna fagmann

Hingað til hefur það ekki þótt neitt grín að finna fagmann þegar á þarf að halda. Fæstum er hlátur í huga þegar lagnirnar gefa sig. Nei, þvert á móti. Okkur er skapi næst að gráta þegar veggirnir molna vegna steypuskemmda eða raflagnirnar fríka út.

Að sjá rafvirkja, pípara og múrara ganga inn á krá þýðir einfaldlega að þarna úti er einhver sem þarf að bíða meðan félagarnir horfa á boltann og sötra ölið sitt. Ekkert fyndið við það. Með Giggó appinu verður leitin að fagmanni hins vegar léttari — og stundum næstum fyndið hvað það er auðvelt.

Giggó breytir leiknum

Með Giggó fær almenningur tækifæri til að jafna stöðuna í ójöfnum leik. Smáauglýsing á Giggó hittir á stærri hóp fagmanna. Þar er alltaf einn í besta færinu til að skjótast í verkefnið — akkúrat núna eða þegar þú þarft. Þremenningarnir geta bara slakað á yfir enska boltanum án truflunar, þú þarft ekki á þeim að halda.

Iðnaðarmenn fá hér nýtt apparat í verkfærabeltið. Giggó hjálpar þeim að stýra vinnuálaginu og ná í þau gigg sem henta á hverjum tíma. Ertu ekki með appið? Náðu í það hér.

Pípari eða drullusokkur

Stundum er nóg að eiga góða rörtöng eða drullusokk til að redda smávægilegum leka eða stífluðu röri. Rörtöng í höndum fúskara getur hins vegar valdið tjóni sem kostar margfalt á við reikning frá fagmanni. Skítareddingar reynast oft skammgóður vermir. Og ef sú áhætta er tekin með í reikninginn þá er smáauglýsing á Giggó betri kostur. Þú færð tilboð í verkið og metur hvaða pípara þú treystir best í giggið. Fagþekking kostar aðeins meira en fúsk kostar bara of mikið.

Rafvirki eða brjálað stuð

Raflagnir er best að höndla með varúð. Góðar tengingar eru algjör draumur í dós. En fúsk getur endað með martröð. Faglærður rafvirki með spennumæli og allar græjur er fljótari og öruggari. Ekki taka það út á rafleiðslum heimilisins ef þú þarft meiri spennu í lífið. Settu frekar smáauglýsingu á Giggó og finndu reynslubolta í giggið. Það er ódýr leið til að tryggja öryggi þitt og þinna nánustu.

Múrari eða algjör steypa

Að berja höfðinu við steininn getur kostað kúlu. Hið sama á við fúsk í múrverki og viðgerðum á veggjum. Léleg steypuviðgerð er eins og plástur á fótbrot og kostar bara sársauka þegar upp er staðið. Fáðu múrara eða fagmenntaðan sérfræðing með þér til að meta hvaða leiðir eru færar. Er þetta múrveggur, gifsveggur eða steyptur útveggur? Settu það inn í verkbeiðni, auglýstu á Giggó og fáðu tilboð í giggið.

Þar sem faglega fólkið giggar

Að pósta verkbeiðni á Giggó sparar vesen og kostnað. Það er algjör lúxus að geta tekið við tilboðum frá giggurum og þú ert verkstjórinn.

Það er líka eins gott fyrir fagmennina á Giggó að standa við sitt. Að verki loknu gefur þú gigginu stjörnur og getur látið fylgja með umsögn um frammistöðuna. Með þessu móti verður til hópur stjörnugiggara sem hægt er að treysta – fúskarar þurfa að leita annað.

Er eitthvað á heimilinu eða innan fyrirtækisins sem þarf að fara að laga? Auglýstu giggið á Giggó næst þegar viðhaldið kallar á fagleg vinnubrögð.