Tækifærin spretta á landsbyggðinni

29.02.2024

Giggó allra landsmanna

Allt sem þú þarft er snjallsími og Giggó-appið. Svo er bara spurningin: Hvað viltu gera? Vantar þig fagmann í hálfs dags verkefni? Ertu að leita að aukavinnu í næstu viku? Giggó er app sem reddar þér aðstoð eða aukavinnu, hvar sem þú býrð á landinu.

Giggó skapar ný tækifæri fyrir giggara í sveit og borg. Tamningamaður á landsbyggðinni tekur að sér ótemju af höfuðborgarsvæðinu. Hundaþjálfari í Hafnarfirði tekur að sér gigg við að kenna bónda að siða til smalahund í uppsveitum Borgarfjarðar. Möguleikarnir eru ótæmandi. Giggó tengir saman þarfir fólks og óskir hvar sem það er búsett.

Til þín frá Alfreð

Í rúman áratug hefur Alfreð verið leiðandi í að tengja saman fólk og fyrirtæki og koma á starfssamningum milli starfsfólks og atvinnurekenda. Með Giggó er loksins komin sambærileg lausn fyrir verktaka, einyrkja og sjálfstætt starfandi hæfileikafólk.

Giggó er markaðstorg tækifæra fyrir verktaka, fagmenn, þúsundþjalasmiði. Hér er komin frábær leið fyrir okkur öll til að ná sambandi við landslið íslenskra giggara. Það skiptir ekki öllu hvar þú býrð eða hvað þú kannt. Allir geta nýtt sér Giggó til að búa til aukatekjur eða redda vinnu með styttri fyrirvara.

Verkefni spyrja ekki um póstnúmer

Gigg spretta jafnt og þétt um allt land. Fólk heldur brúðkaup hvort sem það býr á Kópaskeri eða á Kópavegi. Allir geta auglýst eftir ljósmyndara eða veislustjóra á Giggó. Eða kerrueiganda til að losna við garðaúrgang eftir vorhreingerningu. Við höfum öll þörf fyrir aðstoð sérfræðinga, hvort sem við búum fyrir norðan eða sunnan.

Engu að síður má gera ráð fyrir því að gigg í dreifðari byggðum beri svip af staðháttum, hefðum og atvinnuvegum hvers svæðis.

Gigg í sveit

Á Giggó er hægt að setja inn smáauglýsingu og óska eftir aðstoð við sveitastörf. Bændur geta t.d. nýtt Giggó til að redda hjálp yfir sauðburðinn, við heyskap eða hjálparhönd í girðingarvinnu. Sveitalífið er dásamlegt og sveiflast á milli annríkis og rólegheita. Bændur landsins kunna líka að redda sér. Þeir eru alvanir lausamennsku og sækja sér gjarnan íhlaupavinnu milli álagstíma. Þannig getur Giggó auðveldað lífið og hjálpað til við að jafna vinnuálag og tekjuhorfur, hvort sem skortur er á verkefnum eða ofgnótt.

Giggin við bryggjuna

Sjávarþorp landsins eru líka fínasta uppspretta fyrir gigg og giggara. Það skiptir máli að geta kallað út aukamannskap þegar óvenjumörg tonn berast að landi. Þar er gott dagsverk fyrir dugandi giggara, lipran handflakara eða skarpan stálara. Kannski þarf að gera við mótor í trillu með stuttum fyrirvara. Það er alltaf þörf fyrir fólk sem kann til verka.

Sjoppufylli af túristum

Síldin kom og síldin fór og e.t.v. má segja það sama um túristana sem núna koma í torfum með skemmtiferðaskipum eða flugrútum. Ferðaþjónustan býður upp á fjölmörg gigg og verkefni sem leysa þarf með hraði: aukamanneskju í veisluþjónustu, afgreiðslu, ferðaleiðsögn eða bara til að passa að enginn fari sér að voða. Hver á að þrífa klósettin eftir sjoppufylli af túrhestum? Það er draumur í dós að geta smellt inn smáauglýsingu og reddað aðstoð í gegnum Giggó.

Það sést hverjir kunna til verka

Á Giggó kemur í ljós hvaða verktökum má treysta út frá því orði sem af þeim fer og uppsafnaðri reynslu. Að loknu verki fær giggarinn stjörnugjöf og umsögn frá viðskiptavinum sínum. Með þessu móti skapar Giggó notendastýrt gæðakerfi líkt og sjá má á öðrum markaðstorgum þar sem góð þjónusta uppsker meiri viðskipti og fjölgar tækifærum.

Með Giggó í símanum er hægt að óska eftir veggfóðrara, Toyota Corolla sérfræðingi eða dýravini til að líta til með hænsnunum á meðan eigandinn skreppur á ströndin á Tene eða í Nauthólsvík. Tækifærin rata til sinna og með Giggó í símanum geta hæfileikaríkir dugnaðarforkar skapað sér nafn sem eftirsóttir giggarar.

Það er í höndum okkar allra að gera Giggó að dugandi samfélagi. Appið er þægileg leið til að redda næsta giggi án þess að harka. Hvað getur Giggó gert fyrir þig? Náðu í appið og gerðu þér gigg úr hæfileikum þínum eða settu inn smáauglýsingu næst þegar þú þarft að redda hlutunum í einum grænum.